- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur fer ekki fet

Ólafur Brim Stefánsson leikur sennilega sinn síðasta leik með Gróttu í kvöld gegn ÍBV. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ólafur Brim Stefánsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu. Hann kom til félagsins frá Val fyrir ári og lék stórt hlutverk á nýliðinni leiktíð í miðju varnarinnar. Þess utan skoraði Ólafur 47 mörk í 22 leikjum í Olísdeildinni.

Ólafur Brim er fæddur árið 2000 og hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. „Það eru frábærar fréttir að Óli verði hjá okkur næstu tvö árin. Við lögðum mikla áherslu á að halda honum enda frábær leikmaður beggja megin vallarins, þó að hans hlutverk í fyrra hafi meira verið í vörninni,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í tilkynningu frá Gróttu eftir að samningurinn við Ólaf var í höfn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -