- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólafur kemur inn í staðinn fyrir Tandra

Ólafur Andrés Guðmundsson. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, hefur ákveðið að gera eina breytingu á leikmannahópnum fyrir leikinn við Litháa í kvöld frá viðureigninni við Ísraelsemenn í fyrradag. Ólafur Andrés Guðmundsson tekur sæti í liðinu í stað Tandra Más Konráðssonar. Ólafur Andrés kom til móts við hópinn í gær eftir að hafa verið fjarri góðu gamni í Tel Aviv.

Leikur Íslands og Litáen hefst klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu hjá RÚV.

Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (39/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (23/1)
Vinstra hornamenn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (80/222)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (27/37)
Vinstri skyttur:
Aron Pálmarsson, Barcelona (150/582)
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (32/9)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Miðjumenn:
Elvar Örn Jónsson, Skjern (44/116)
Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (43/36)
Hægri skyttur:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (55/144)
Teitur Örn Einarsson, IFK Kristianstad (19/19)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (19/49)
Hægri hornamaður:
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (37/77)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (61/76)
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE Håndbold (10/16)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (51/23)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -