Ólafur Gústafsson, sem gekk til liðs við FH í sumar eftir fjögurra ára veru hjá KA, leikur ekki með FH næstu vikurnar. Hann fór í speglun á hné á dögunum samkvæmt upplýsingum handbolta.is. Reikna FH-ingar með að Ólafur verði frá keppni í fjórar til sex vikur. Ólafur hefur árabil átt í meiðslum í hnjám.
Ólafur lék með í tveimur af þremur leikjum FH í Hafnarfjarðarmótinu í síðasta mánuði. Hann missti af úrslitaleik mótsins við Hauka og einnig viðureigninni í Meistarakeppni HSÍ við Val í síðustu viku. Reyndar var honum þá skipt út af leikskýrslu rétt fyrir upphaf leiksins og hinn ungi og efnilegi Ómar Darri Sigurgeirsson tók sæti Ólafs í liði Íslandsmeistaranna.
- Auglýsing -