- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olísdeild karla – 2. umferð, samantekt

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Önnur umferð Olísdeildar karla í handknattleik fór fram á fimmtudag og föstudaginn í síðustu viku. Reyndar var tveimur leikjum af sex frestað eins og fram kemur neðst í þessari grein. Helstu niðurstöður leikjanna fjögurra eru þessar:

FH - Grótta 25:22 (14:9).
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 4/1, Ágúst Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Egill Magnússon 4, Gytis Smantauskas 3, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2.
Varin skot: Phil Döhler 14, 38,9%.
Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 5, Andri Þór Helgason 4/2, Ólafur Brim Stefánsson 3, Gunnar Dan Hlynsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Akimasa Abe 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, 39%.
 • Egill Magnússon skapaði fjögur marktækifæri fyrir FH-liðið, allt stoðsendingar. Einnig átti hann eina sendingu sem varð til þess að vítakast var dæmt. Ísak Rafnsson var eins og stundum áður allt í öllu í vörn FH. Hann var með sex lögleg stopp, varði eitt skot og krækti í boltann einu sinni af Gróttumönnum. Ágúst Birgisson var með fimm lögleg stopp og varði tvö skot í vörninni.
 • Auk þess að vera markahæstur Gróttumanna þá var Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson með tvö lögleg stopp í vörninni. Ólafur Brim Stefánsson var einnig með tvær löglegar stöðvanir.  Gróttumenn töpuðu boltanum 15 sinnum í leiknum.
 • Gunnar Dan Hlynsson var með fimm löglegar stöðvanir í vörn Gróttu og náði einu frákasti. Birgir Steinn Jónsson var með fjögur lögleg stopp.
 • Samkvæmt tölfræði HBStatz var maður leiksins Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu.
KA - Víkingur 23:18 (12:9).
Mörk KA: Patrekur Stefánsson 7, Einar Rafn Eiðsson 6/3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Arnar Freyr Arnarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Pætur Mikkjalsson 1, Jón Heiðar Sigurðsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 16, 47,1%.
Mörk Víkings: Gísli Jörgen Gíslason 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Arnar Huginn Ingason 3/2, Arnar Steinn Arnarsson 2, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1, Styrmir Sigurðsson 1, Hjalti Már Hjaltason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 11, 33,3%. Einar Rafn Magnússon 0.
 • Einar Rafn Eiðsson átti átta sköpuð færi fyrir lið KA, þar af voru fimm stoðsendingar. Jón Heiðar Sigurðsson skapaði fimm marktækifæri. Ragnar Snær Njálsson fór mikinn í vörn KA-liðsins og var með 10 lögleg stopp auk þess sem hann varði tvö skot. Einnig náði hann einu varnarfrákasti. Arnar Freyr Ársælsson var með fimm lögleg stopp. Einar Brigir Stefánsson og Einar Rafn Eiðsson voru með fjögur stopp hvor.
 • Jóhann Reynir Gunnlaugsson skapaði þrjú marktækifæri fyrir lið Víkings og markvörðurinn Jovan Kukobat var með tvö. Jóhannes Berg Andrason náði sex löglegum stoppum í vörninni og vann boltann einu sinni af leikmönnum KA. Jóhann Reynir Gunnlaugsson var með fjögur lögleg stopp og stal boltanum tvisvar af KA-mönnum.
 • Samkvæmt tölfræði HBStatz var maður leiksins Einar Rafn Eiðsson, KA.
Fram - Selfoss 29:23 (14:10).
Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 10/3, Rógvi Christiansen 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Þorvaldur Tryggvason 3, Kristófer Andri Daðason 2, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Breki Dagsson 2, Stefán Darri Þórsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 13, 37,1%. Arnór Máni Daðason 0.
Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 6, Ragnar Jóhannsson 6, Einar Sverrisson 6/4, Ísak Gústafsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Atli Ævar Ingólfsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 12/1, 31,6%. Sölvi Ólafsson 2, 66,7%.
 • Til viðbótar við að skora tíu mörk í leiknum skapaði Vilhelm Poulsen sjö marktækifæri fyrir Fram-liðið, þar af voru fjórar stoðsendingar auk einnar sendingar sem varð til þess að Fram fékk vítakast. Stefán Darri Þórsson skapaði fimm marktækifæri, allt stoðsendingar.
 • Breki Dagsson, Rógvi Christiansen og Poulsen náðu fjórum löglegum stoppum hver í vörn Fram.  Sá síðarnefndi náði til viðbótar tveimur fráköstum. Þorvaldur Tryggvason varði fjögur skot.
 • Hergeir Grímsson skapaði þrjú marktækifæri fyrir lið Selfoss og Einar Sverrisson tvö. Elvar Elí Hallgrímsson fór mikinn í vörn Selfoss. Hann var með sex lögleg stopp og varði tvö skot. Þrátt fyrir allt þá var honum aldrei vísað af leikvelli. Einar Sverrisson var með fimm lögleg stopp og varði tvö skot og Hergeir Grímsson var með fjögur lögleg stopp.
 • Samkvæmt tölfræði HBStatz var maður leiksins Vilhelm Poulsen, Fram.
Afturelding - Haukar 26:26 (14:13).
Mörk Aftureldingar: Birkir Benediktsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4/2, Hamza Kablouti 3, Þorsteinn Leó Gunnarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Þrándur Gíslason Roth 2.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 7, 21,9%.
Mörk Hauka: Stefán Rafn Sigurmannsson 8/5, Adam Haukur Baumruk 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Darri Aronsson 2, Aron Rafn Eðvarðsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 11, 29,7%.
 • Guðmundur Bragi Ástþórsson skapaði fjögur marktækifæri fyrir Aftureldingu gegn Haukum, þar af voru þrjár stoðsendingar. Eins vann hann eitt vítakast. Árni Bragi Eyjólfsson og Blær Hinriksson voru mennirnir á bak við þrjú marktækifæri Aftureldingarliðsins. Gunnar Kristinn Malmquist og var með fjögur lögleg stopp í vörninni og Birkir Benediktsson var með  þrjú.
 • Bergvin Þór Gíslason, Aftureldingu, fékk beint rautt spjald.
 • Stefán Rafn Sigurmannsson var fullkomna skotnýtingu í leiknum. Hann skoraði átta mörk í átta tilraunum fyrir Hauka. Eins og oft áður var Tjörvi Þorgeirsson sá sem skapaði flest marktækifæri í liði Hauka. Hann var með þrjá stoðsendingar. Ólafur Ægir Ólafsson var með fjögur lögleg stopp í vörninni og fiskaði boltann einu sinni af leikmönnum Aftureldingar. Þráinn Orri Jónsson var með þrjú lögleg stopp og varði eitt skot í vörninni.
 • Stefán Rafn Sigurmannsson var maður leiksins samkvæmt HBStatz.
Valur - HK.
Leiknum var frestað til 12. október vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni.
Stjarnan - ÍBV.
Leiknum var frestað til miðvikudagsins 24. nóvember.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

Alla tölfræði úr leikjum Olísdeildar karla er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -