Þrír leikir fóru fram í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í dag.
Fram gjörsigraði lánlausa leikmenn HK með 25 marka mun í Úlfarsárdal, 39:14, eftir að hafa verið 11 mörkum yfir í hálfleik, 18:7.
Fram hefur þar með krækt í sín fyrstu stig á leiktíðinni. HK er stigalaust eftir tvo leiki.
Stjarnan sterkari í Eyjum
Stjarnan vann ÍBV í Eyjum, 24:22, eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12, og mest náð fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik.
Stjörnuliðið var sterkara í síðari hálfleik. Liðið sneri reyndar blaðinu við í stöðunni, 11:8, fyrir ÍBV eftir 24 mínútur. Vörnin varð þéttari og sóknarleikurinn markvissari þar sem Helena Rut Örvarsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir voru allt í öllu.
Darija Zecevic varði vel í mark Stjörnunnar og svo sannarlega ekki í fyrsta sinn sem hún gerir það í heimsókn á sinn gamla heimavöll.
Öruggt á Selfossi
Valur tryllti sér upp að hlið Stjörnunnar á topp Olísdeildar með öruggum sigri á Selfossliðinu í Sethöllinni í dag, 27:18, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 14:8.
Leikurinn var jafn fyrstu 18 mínúturnar. Að þeim loknum var staðan 7:6 fyrir Val.
Roberta Ivanauskaité (Stropé) fór á kostum í liði Selfoss. Hún skoraði 11 mörk.
Tinna Sigurrós Traustadóttir lék ekki með Selfoss. Hún hefur ekki jafnað sig eftir höfuðhögg í leik á HMU18 ára í síðasta mánuði.
Ásdís Þóra Ágústdóttir lánsmaður Selfoss frá Val var ekki með Selfossliðinu að þessu sinni.
Cornelia Hermansson markvörður Selfoss lék sinn fyrsta leik með liðinu eftir að hafa öðlast leikheimild í gær.
Elín Rósa Magnússon lék afar vel fyrir Valsliðið. Hún gaf tóninn með fyrsta mark leiksins og bætti við fimm mörkum eftir það.
Sara Sif Helgadóttir var með 50% markvörslu hjá Valsliðinu.
Valur náði mest 11 marka forskoti, 23:12.
Selfoss mætir næst Haukum á Ásvöllum 8. október.
Valur leikur við Fram 5. október í Origohöllinni.
Selfoss – Valur 18:27 (8:14).
Mörk Selfoss: Roberta Ivanauskaité 11, Katla María Magnúsdóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 2, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 11/2, 28,9%.
Mörk Vals: Elín Rósa Magnúsdóttir 8, Lilja Ágústsdóttir 3, Sara Dögg Hjaltadóttir 3/1, Ausður Ester Gestsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2/1, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2/1, Mariam Eradze 2, Hildigunnur Einarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 12, 50% – Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 0.
ÍBV – Stjarnan 22:24 (12:13).
Mörk ÍBV: Ásta Björt Júlíusdóttir 7/3, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4/1, Elísa Elíasdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Birna Berg Haraldsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Marija Jovanovic 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 8/1, 26,7% – Dröfn Haraldsdóttir 1, 50%.
Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 9, Lena Margrét Valdimarsdóttir 8, Eva Björk Davíðsdóttir 4/2, Britney Cots 2, Anna Karen Hansdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 14/1, 38,9%.
Fram – HK 39:14 (18:7).
Mörk Fram: Perla Ruth Albertsdóttir 12, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Steinunn Björnsdóttir 6/3, Tinna Valgerður Gísladóttir 3, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Valgerður Arnalds 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15/1, 55,6% – Soffía Steingrímsdóttir 1, 33,3%.
Mörk HK: Berglind Þorsteinsdóttir 4, Embla Steindórsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Aldra Brá Hagalín Oddsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Ýr Björnsdóttir 4, 20% – Ethel Gyða Bjarnasen 2, 6,9%.
Alla tölfræði úr leikjum dagsins er að finna hjá HBStatz.
handbolti.is nýtur ekki opinbers rekstrarstuðnings.
Fylgst var með tveimur fyrstu leikjum dagsins í textalýsingu á leikjavakt.