- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi heldur uppteknum hætti – fyrstu mörk Andra

Ómar Ingi Magnússon, markakóngur þýsku 1. deildarinnar 2021. Mynd/Magdeburg
- Auglýsing -

Íslendingaliðin SC Magdeburg og Göppingen eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Bæði lið unnu góða sigra í kvöld. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum með Magdeburg á heimavelli í fjögurra marka sigri á Wetzlar, 30:26. Hann skoraði sjö mörk og átti sex stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig með Magdeburg en hann er jafn og þétt að sækja í sig veðrið eftir meiðslin í mars.


Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen unnu Stuttgart í slag liðanna í suður-Þýskalandi, 34:27, í Stuttgart. Andri Már Rúnarsson, leikmaður Stuttgart, skoraði sín fyrstu mörk í þýsku deildinni í leiknum og þau urði tvö áður en yfir lauk. Janus Daði skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu.


Bjarki Már Elísson töpuðu á heimavelli í háspennuleik fyir Leipzig, 27:26. Marko Mamic skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir leikslok. Joel Birlehm markvörður Leipzig sá svo um að tryggja endanlega stigin tvö er hann varði síðasta skot leikmanna Lemgo að markinu.


Bjarki Már hafði sig lítt í frammi og skoraði aðeins eitt mark í tveimur tilraunum af vítalínunni.


Íslendingarnir fjórir hjá Melsungen töpuðu fyrir Füchse Berlin á heimavelli í kvöld, 33:25. Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk og átti fjórar stoðsendingar. Hinn nýbakaði faðir, Arnar Freyr Arnarsson, skoraði eitt mark. Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Melsungen að þessu sinni. Guðmundur Þórður Guðmundsson er þjálfari liðsins.

Melsungen hefur nú leikið fimm leiki röð í deildinni án sigurs, lok síðasta tímabils og byrjun þessa.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -