- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi Íþróttamaður ársins 2022 – annað sinn í röð

Ómar Ingi Magnússon, Íþróttamaður ársins 2022. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, markakóngur EM 2022, og Þýskalandsmesitari með SC Magdeburg, var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2022 annað árið í röð. Kjörinu var lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna, sem standa að kjörinu, og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Hörpu.


Ómar Ingi hlaut yfirburðakosningu. Alls hlaut hann 615 stig af 620 mögulegum. Hann er annar handknattleiksmaðurinn sem kjörinn er Íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Hinn er Ólafur Stefánsson.

Gísli varð þriðji – Viktor tíundi

Knattspurnukonan Glódís Perla Viggósdóttir hafnaði í öðru sæti og landsliðsmaðurinn í handknattleik og samherji Ómars Inga hjá SC Magdeburg, Gísli Þorgeir Kristjánsson hreppti þriðja sæti. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður og markvörður franska liðsins Nantes, hlaut 10. sætið ásamt Hilmar Erni Jónssyni Íslandsmethafa í sleggjukasti. Þeir eru jafnir að stigum.

Viktor Gísli Hallgrímsson, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Þrír landsliðsmenn í handknattleik á meðal 11 efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2022. Mynd/Ívar.

Gísli Þorgeir og Viktor Gísli hafa ekki áður verið á meðal þeirra efstu í kjöri Íþróttamanns ársins.

Fjórði landsliðsmaðurinn í handknattleik, Bjarki Már Elísson hornamaður Veszprém í Ungverjalandi varð í 15. sæti.

Eftirtaldir hluti stig í kjöri Íþróttamanns ársins 2022:
(sæti – nafn – íþróttagrein – stigafjöldi – hámark 620)
1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615.
2. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276.
3. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273.
4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172.
5. Anton Sveinn McKee, sund – 164.
6. Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136.
7. Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85.
8. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73.
9. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65.
10. Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62.
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62.

12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50.
13. Snorri Einarsson, skíði – 43.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43.
15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30.
16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26.
17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24.
18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19.
19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9.
Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9.

21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6.
22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5.
Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5.
Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5.
25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3.
26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2.
27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1.

Íþróttamenn ársins úr röðum handknattleiksfólks:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir, Val.
1968 - Geir Hallsteinsson, FH.
1971 - Hjalti Einarsson, FH.
1989 - Alfreð Gíslason, Bidasoa.
1997 - Geir Sveinsson, Montpellier.
2002 - Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
2003 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach.
2008 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2009 - Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2010 - Alexander Petersson, Füchse Berlin.
2012 - Aron Pálmarsson, THW Kiel.
2021 - Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2022 - Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -