- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi markahæstur í mikilvægum sigri

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar SC Magdeburg unnu mikilvægan sigur strax í annarri umferð þýsku 1. deildarinnar í dag þegar þeir lögðu Flensburg, 31:29, á heimavelli. Líklegt er talið að liðin verði í hópi þeirra sem berjast um þýska meistaratitilinn á keppnistímabilinu.

Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason tóku talsvert þátt í leiknum með Magdeburg-liðinu. M.a. varð Ómar Ingi markahæstur ásamt tveimur samherjum sínum.

Kom ekkert við sögu

Þriðji Selfyssingurinn, Teitur Örn Einarsson, kom ekkert við sögu í leiknum en hann er í leikmannahópi Flensburg.
Magdeburg var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Mestur varð munurinn sex mörk, 28:22, þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Fékk síðustu mínúturnar

Ómar Ingi skoraði sex mörk, öll úr vítaköstum. Hann fékk tækifæri til þess að leika með í sóknarleiknum á síðustu mínútum leiksins og átti þá eina stoðsendingu sem síðar skilaði liði hans marki. Ómar Ingi fer sér í engu óðslega til að byrja með á leiktíðinni eftir að hafa verið frá keppni í sjö mánuði vegna meiðsla.

Janus Daði öflugur

Janus Daði átti mjög góða innkomu í leikinn og skoraði m.a. tvö mörk og átti tvær stoðsendingar.

Felix Claar og Michael Damgaard skoruðu sex mörk hvor fyrir Magdeburg. Hollendingurinn Kay Smits var markahæstur hjá Flensburg með sjö mörk. Hann kom til Flensburg í sumar frá Magdeburg. Smits átti einnig fimm stoðsendingar að þessu sinni og virtist kunna vel við sig á gamla heimavellinum.

https://www.youtube.com/watch?v=oq7xTVg9KXM

Tveir leikir til viðbótar fóru fram í deildinni í dag. Úrslit þeirra:
THW Kiel – HSG Wetzlar 33:22 (15:4).
Lemgo – HC Erlangen 28:27 (16:14).

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -