- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir máttu bíta í súra eplið

Leikmenn Benfica fagna sigri Evrópudeildinni í vor. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og samherjar þeirra í SC Magdeburg urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir Benfica í framlengdum úrslitaleik Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Lissabon í dag, 40:39. Magdeburg tókst þar með ekki að verja titilinn í keppninni sem það vann fyrir ári.


Ómar Ingi skoraði síðasta mark leiksins úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Það var eitt 12 marka hans í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skorað sjö mörk. Ole Rahmel var markahæstur hjá Benfica með 11 mörk.

Petar Djordjic, leikmaður Benfica sækir að Magnus Gullerud og Ómari Inga Magnússyni í úrslitaleiknum í dag. Mynd/EPA


Leikurinn var hnífjafn og nánast munaði einu marki á annan hvorn veginn nánast frá upphafi til enda. Magdeburg komst tvisvar þremur mörkum yfir í síðari hálfleik en hélst ekkert á forskotinu gegn baráttuglöðu liði heimamanna sem fékk góðan stuðning úr stúkunni.

Ómar Ingi Magnússon (14) vonsvikinn eftir tapið í Lissabon í kvöld. Mynd/EPA

Benfica var marki yfir í hálfleik, 15:14. Jafnt var að loknum 60 mínútna leik, 32:32. Í framlengingunni var jafnt á öllum tölum þangað til Benfica komst tveimur mörkum yfir í lokin, 40:38.


Benfica er fyrsta portúgalska félagsliðið til þess að vinna Evrópudeildina eða forvera hennar, Evrópukeppni bikarhafa. Um leið batt Benfica enda á sigurgöngu þýskra félagsliða í keppninni sem hefur verið óslitin frá 2014 þegar Pick Szeged vann Evrópukeppni bikarhafa.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -