- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi og Gísli voru frábærir í sigurleik á Kiel

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Magdeburg vann stórleik áttundu umferðar þýsku 1. deildarinnar í dag þegar liðið lagði meistara THW Kiel í Kiel, 29:27. Þar með er Magdeburg komið með fjögurra stiga forskot á meistarana sem sitja í þriðja sæti. Liðið hefur 16 stig að loknum átta leikjum. Füchse Berlin er í öðru sæti með 15 stig.


Ómar Ingi Magnússon fór enn einu sinni á kostum í liði Magdebug að þessu sinni. Hann skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, og átti sex stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig afar vel og skoraði m.a. tvö mörk en hann var um skeið samningsbundinn Kiel.


Bjarki Már Elísson átti einnig stórleik þegar hann skorað 11 mörk, þar af eitt úr vítakasti þegar lið hans, Lemgo, vann GWD Minden með þriggja marka mun, 32:29. Bjarki Már var markahæsti leikmaður vallarins.


Ýmir Örn Gíslason og félagar Rhein-Neckar Löwen unnu langþráðan sigur á Wetzlar, 30:29, á útivelli. Ýmir Örn skoraði ekki mark en var allt í öllu í vörn Löwen og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli.


Teitur Örn Einarsson skoraði ekki mark í sínum fyrsta leik í þýsku 1. deildinni á ferlinum þegar lið hans Flensburg vann Stuttgart, 30:29, á heimavelli. Andri Már Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Stuttgart. Viggó Kristjánsson tók ekki þátt í leiknum þar sem hann hefur ekki jafnað sig eftir fingurbrot í byrjun keppnistímabilsins.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -