- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli byrjuðu titilvörnina á sigri

Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður SC Magdeburg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Þýskalandsmeistarar SC Magdeburg hófu titilvörnina í dag með öruggum sigri á nýliðum ASV Hamm-Westfalen á heimavelli, 31:23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:11.


Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson létu að vanda mjög til sín taka í liði Magdeburg. Ómar Ingi skoraði átta mörk, þar af sex úr vítaköstum, og átti tvær stoðsendingar. Gísli Þorgeir skoraði tvisvar sinnum og átti fjórar stoðsendingar. Ómar Ingi var markahæstur leikmanna Magdeburg.


Svissneski landsliðsmarkvörðurinn Nikola Portner, sem kom til Magdeburg í sumar og leysti af Danann Jannick Green sem gekk til liðs við PSG, fór á kostum í fyrsta heimaleiknum. Hann varði 19 skot, 47,5% hlutfallsmarkvarsla. Stórkostleg frammistaða hjá Portner.


Síðar í dag fara fram þrír leikir til viðbótar í þýsku 1. deildinni. Andri Már Rúnarsson og félagar í Stuttgart sækja Kiel heim, GWD Minden fær Arnór Þór Gunnarsson og liðsmenn Bergischer í heimsókn og loks mætast Füchse Berlin og Göppingen.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -