- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli öflugir í enn einum sigri Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg

Ómar Ingi Magnússon heldur áfram að gera það gott með SC Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í dag skoraði hann níu mörk, þar af fjögur úr vítaköstum, þegar Magdeburg lagði MT Melsungen sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar, 27:24, á heimavelli Melsungen. Einnig átti Ómar Ingi tvær stoðsendingar. Magdeburg er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir einstaklega gott gengi í síðustu leikjum.

Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig afar vel fyrir Magdeburg-liðið. Hann skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyrir Melsungen að þessu sinni en lét til sín taka í vörninni og var í tvígang vísað af leikvelli.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti er Bergischer vann Lemgo á heimavelli, 33:26. Bjarki Már Elísson var markahæstur hjá Lemgo með sjö mörk, tvö úr vítaköstum.


Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen gerðu óvænt jafntefli við GWD Minden en liðin eru hvort á sínum enda stöðutöflu deildarinnar, 26:26. Ýmir Örn skoraði ekki í leiknum. Andy Schmid var markahæstur hjá Löwen með níu mörk en Juri Knorr, sem gengur til liðs við Löwen í sumar, skoraði sjö mörk fyrir Minden.

Úrslit dagsins í deildinni:
Bergischer HC – Lemgo 33:26
Melsungen – Magdeburg 24:27
GWD Minden – Rhein-Neckar Löwen 26:26
Kiel – F.Berlin 32:26
Erlangen – Nordhorn 35:29


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 30(17), Magdeburg 26(18), Rhein-Neckar Löwen 26(18), Kiel 25(14), Füchse Berlin 23(18), Bergischer 22(19), Göppingen 21(17), Wetzlar 20(18), Leipzig 19(17), Hannover-Burgdorf 18(19), Erlangen 18(19), Melsungen 17(15), Stuttgart 17(19), Lemgo 16(18), GWD Minden 14(18), Balingen 11(18), Nordhorn 9(18), Ludwigshafen 8(18), Essen 7(17), Coburg 7(19).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -