- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar og Gísli voru í stuði

Ómar Ingi Magnússon leikmaður SC Magdeburg. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum í gærkvöldi þegar lið þeirra SC Magdeburg vann Tusem Essen, 34:28, í þýsku 1. deildinni í gærkvöld. Með sigrinum færðist Magdeburg upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið er nú aðeins stigi á eftir Rhein-Neckar Löwen sem situr í öðru sæti.


Ómar Ingi skoraði 11 mörk í leiknum í gær, þar af sex úr vítaköstum. Auk þess sem hann átti eina stoðsendingu. Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk úr jafnmörgum tilraunum til viðbótar við tvær stoðsendingar.

Gísli Þorgeir Kristjánsson t.h. Mynd/SC Magdeburg.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk í tveimur tilraunum og var einu sinni vísað af leikvelli þegar lið hans og Guðmundar Þórðar Guðmundssonar þjálfara tapaði fyrir Hannover-Burgdorf, 31:23, í Hannover. Færeyingurinn sem kaus að leika fremur fyrir danska landsliðið en það færeyska, Jóhan á Plógv Hansen, fór á kostum í leiknum og skoraði 10 mörk í 11 tilraunum fyrir Hannover-Burgdorf-liðið.

Arnar Freyr Arnarsson í leik með Melsungen. Mynd/MT Melsungen


Úrslit leikja í þýsku 1. deildinni í gærkvöld:
SC Magdeburg – Essen 34:28
Hannover-Burgdorf – Melsungen 31:23
Coburg – GWD Minden 24:28
Wetzlar – Erlangen 28:28


Staðan:
Flensburg 30(17), R-N Löwen 25(17), SC Magdeburg 24(17), Kiel 23 (13), Füchse Berlin 23(17), Göppingen 21(17), Bergsicher 20(18), Wetzlar 20(18), Leipzig 19(17), Hannover-Burgdorf 18(19), Melsungen 17(14), Stuttgart 17(19), Lemgo 16(17), Erlangen 16(18), Minden 13(167), Balingen 11(18), Nordhorn 9(17), Ludwigshafen 8(18), Essen 7(17), Coburg 7(19).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -