- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og Aron Dagur eru úr leik

Aron Dagur Pálsson t.h. í vörn Elverum í leiknum í kvöld. Elohim Prandi leikmaður PSG gerir sig líklegan til þess að kasta boltanum framhjá eða yfir Aron Dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Norsku meistararnir, Elverum, eru úr leik í Meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir sjö mark tap fyrir Paris Saint-Germain (PSG), 37:30, í París í kvöld. Jafntefli varð í fyrri viðureign liðanna, 30:30.


Orri Freyr Þorkelsson og Aron Dagur Pálsson tóku þátt í leiknum með Elverum en skoruðu ekki. Orri Freyr átti eitt markskot sem geigaði, samkvæmt tölfræði EHF.


Stig-Tore Moen Nilsen skoraði 10 mörk fyrir Elverum og var markahæstur. Dainis Kristopans og Kamil Syprzak skoruðu sjö mörk hvor fyrir PSG. Elverum var ekki með sitt allra sterkasta lið í leiknum.


PSG mætir þýska meistaraliðinu THW Kiel í átta liða úrslitum 11. og 18. maí. Fyrri viðureignin fer fram í Stade Pierre de Coubertin í París.


Fyrri í kvöld komst Flensburg, sem Teitur Örn Einarsson leikur með, í átta liða úrslit eftir að hafa lagt Pick Szeged samanlagt með þriggja marka mun í tveimur leikjum.


Í átta liða úrslitum Meistaradeildar karla mætast:
Veszprém – Aalborg Håndbold.
Montpellier – Vive Kielce.
Flensburg – Barcelona.
PSG – Kiel.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -