- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr skoraði fyrsta markið

Leikmenn Lomza Industria Kielce, Tomasz Gebala og Mateusz Kornacki ásamt Jeremy Toto leikmanni Nantes í leik liðanna í Kielce í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Orri Freyr Þorkelsson varð fyrsti Íslendingurinn sem skoraði mark í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á þessu keppnistímbili þegar keppnin hófst í kvöld með fjórum leikjum. Hafnfirðingurinn skoraði eitt mark fyrir Noregsmeistara Elverum þegar þeir stóðu lengi vel í THW Kiel í Þýskalandi í kvöld. Þrátt fyrir hörkuleik þá urðu Orri Freyr og félagar að taka því að tapa leiknum með tíu marka mun, 36:26.


Haukur Þrastarson stóð upp eftir veikindi og skoraði tvö mörk fyrir pólsku meistarana Lomza Industria Kielce sem unnu öruggan sigur á Viktori Gísla Hallgrímssyni og félögum í Nantes, 40:33. Leikið var í Kielce. Þetta var í fyrsta sinn sem Nantes fær á sig 40 mörk í leik í Meistaradeildinni. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í marki Nantes hluta leiksins en náði ekki að verja skot.



Í þriðja leik B-riðils Meistaradeildar unnu Evrópumeistara Barcelona ungverska meistaraliðið Pick Szeged með sjö marka mun í Szeged, 35:28.


Í eina leik A-riðils vann danska meistaraliðið GOG óvæntan og góðan sigur á PPD Zagreb, 31:27. Leikið var í Zagreb.

handbolti.is nýtur ekki opin­bers rekstr­­ar­­stuðn­­ings.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -