- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur á Pólverjum – uppgjör við Svía á laugardag

Íslensku piltarnir eru komnir í átta liða úrslit á EM í Slóveníu. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið vann pólska landsliðið á sannfærandi hátt, 37:32, í annarri umferð Evrópumóts 20 ára landsliða karla í handknattleik í Lasko í Slóveníu í dag. Íslensku piltarnir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 19:16. Þeir voru með yfirhöndina í 45 mínútur í viðureigninni eftir að pólska liðið byrjaði aðeins betur.

Frídagur verður á EM á morgun en á laugardaginn mætir íslenska liðið því sænska í uppgjöri um efsta sæti F-riðils sem veitir keppnisrétt í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Leikurinn við Svía hefst klukkan 14.40 á laugardaginn. Svíar hafa einnig unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu.

Pólverjar voru yfir í leiknum framan af en eftir að íslenska liðinu tókst að komast yfir, 8:7, eftir um 16 mínútur var ekki aftur snúið. Pólska liðinu tókst aðeins einu sinni að jafna í leiknum eftir það, 13:13.

Íslenska liðið lék afar vel, jafnt í vörn sem sókn og skoraði fjölmörg mörk eftir hraðaupphlaup. Össur Haraldsson skoraði 12 mörk í 13 skotum, þar af 10 mörk í fyrri hálfleik þegar hann lék á als oddi í hraðaupphlaupum.

Mörk Íslands: Össur Haraldsson 12, Elmar Erlingsson 6, Hinrik Hugi Heiðarsson 5, Reynir Þór Stefánsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsosn 3, Birkir Snær Steinsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Eiður Rafn Valsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1.
Varin skot: Ísak Steinsson 9, 24,3% – Breki Hrafn Árnason 0.

Mörk Póllands: Piotr Mielczarski 12, Patryk Radoslaw Wasiak 6, Franciszek Wierzbicki 3, Filip Wrona 3, Krzysztof Zyszkiewicz 3, Marcin Peplinski 3, Jakub Wielgucki 3, Jakub Edward Sladkowski 3, Mikolaj Rodak 1.
Varin skot: Daniel Drozdz 5, 24% – Nikodem Blazejewski 2, 9%.

EMU20 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni

Mikill sóknarkraftur og orka í strákunum

„Sýndum geggjaðan karakter“

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -