- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ósk Kórdrengja uppfyllt – heimaleikir í Digranesi

- Auglýsing -

Kórdrengir fá ósk sína uppfyllta um að leika í Grill66-deild karla í handknattleik á komandi keppnistímabili. Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur samþykkt tillögu mótanefndar um breytingu á Grill 66 deild karla þess efnis að lið Kórdrengja og Berserkja taki sæti í deildinni. Áður hefur verið greint frá því að Berserkir taki sæti Víkings sem fluttist upp í Olísdeild í stað Kríu.


„Þetta er alveg geggjað enda nokkuð sem við höfum sóst eftir síðan í maí,” sagði Hinrik Geir forsvarsmaður handknattleiksliðs Kórdrengja við handbolta.is fyrir stundu en HSÍ greindi frá ákvörðun sinni opinberlega seinni partinn í dag.


„Nú getum við einbeitt okkur að því að ráða þjálfara og vinna að frekari styrkingu á liðinu,” sagði Hinrik Geir. Hann staðfesti jafnframt að heimaleikir Kórdrengja verði í íþróttahúsinu í Digranesi en æfingar fari fram vítt og breitt þar sem tímar væru lausir.


Þar með verða 11 lið í Grill66-deild karla á næstu leiktíð og boðar HSÍ að ný leikjadagskrá deildarinnar verði opinberuð á morgun.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -