- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óskað eftir frestun leiks vegna kvennaverkfalls

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

HSÍ hefur borist beiðni frá kvennaliði Fram um að viðureign liðsins við Selfoss í Poweradebikarkeppninni í handknattleik sem fram á að fara á morgun verði frestað vegna kvennaverkfallsins. Fjórir leikir eru á dagskrá annað kvöld í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni kvenna.


Rakel Dögg Bragadóttir annar þjálfara kvennaliðs Fram sagði í hádegisfréttum RÚV það skjóta skökku við að vera í verkfalli fyrri hluta dags en mæta í hina vinnuna síðar sama dag.

Snýr ekki bara að okkur

„Það er furðulegt að vera sé að hvetja til þess að sýna samstöðu og leggja niður störf en vera á sama tíma vera skikkuð til að mæta í annað starf. Þetta snýr ekki bara að okkur heldur einnig sjálfboðaliðum og starfsmönnum í íþróttahúsunum. Það er að fleiru að huga en einum handboltaleik,“ sagði Rakel Dögg við RÚV og bætti við að það kæmi sér á óvart að ekki hafa fleiri lið hafi farið fram á frestun.

Auk leiks Selfoss og Fram stendur til að Stjarnan sæki Aftureldingu heim, HK taki á móti FH og Fjölnir og Grótta mætist í Poweradebikarnum. Engir leikir eru fyrirhugaðir í Grill 66-deild kvenna né Olísdeildinni enda er aldrei leikið í þeim deildum á sama tíma og í Poweradebikarnum.

Tengdar féttir:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -