- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt tap fyrir botnliðinu

Hákon Daði Styrmisson leikmaður Eintracht Hagen. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hákon Daði Styrmisson var markahæstur hjá Gummersbach í kvöld með fimm mörk þegar liðið tapaði óvænt fyrir neðsta liði þýsku 1. deildarinnar, ASV Hamm, 22:21, í Westpress-Arena, heimavelli ASV Hamm-Westfalen. Hákon Daði skoraði fjögur marka sinna úr vítaköstum.


Elliði Snær Viðarsson var aldrei þessu vant ekki á meðal markaskorara Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach-liðsins sem er í 12. sæti af 18 liðum með 18 stig eftir 20 leiki.


Gummersbach átti síðustu sókn leiksins en tókst ekki að færa sér hana í nyt. Þetta var aðeins annar sigur ASV Hamm-Westfalen í deildinni í vetur en liðið kom upp úr 2. deild með Gummersbach á síðasta vori.


Liðsmenn HC Erlangen með Ólaf Stefánsson sér til halds og trausts unnu örugglega í heimsókn sinni til Wetzlar, 35:28. Erlangen færðist upp um þrjú sæti með sigrinum. Liðið er núna í 9. sæti með 19 stig.


Ekki gekk sem best hjá Hannover-Burgdorf sem sótti HSV Hamburg heim. Hamborgarliðið sýndi flestar sínar bestu hliðar og vann með sex marka mun, 32:26. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er áfram í sjötta sæti þrátt fyrir tapið með 23 stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -