- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvænt tap Norðmanna í Podgorica

Þórir Hergerisson, landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Evrópumeistarar Noregs í handknattleik kvenna töpuðu fremur óvænt í kvöld fyrri viðureign sinn í forkeppni Ólympíuleikanna er þeir mættu landsliði Svartfellinga í Podgorica í Svartfjallalandi, lokatölur 28:23. Norska landsliðið verður þar með að vinna Rúmena í síðari leik sínum í forkeppninni annað kvöld til þess að eiga möguleika á farseðli á Ólympíuleikana sem fram fara í Japan í sumar.


Svartfellingar byrjuðu leikinn af krafti og voru yfir, 7:3, eftir 12 mínútur. Norska liðinu tókst að vinna sig inn í leikinn og var aðeins marki yfir í hálfleik, 13:12. Svartfellingar tóku öll völd í síðari hálfleik. Sóknarleikur norska liðsins var ekki sannfærandi og var skotnýting slök


Katrine Lunde markvörður bætti landsleikjametið í leiknum. Hún tók þátt í sínum 306. landsleik og bætti met Karoline Dyhre Breivangs.
Malin Aune var markahæst hjá norska landsliðinu með fjögur mörk. Djurdina Jaukovic skoraði flest mörk Svartfellinga, sjö.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -