- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Óvæntur sigur fyrir flesta“

Aron Dagur Pálsson leikmaður sænska úrvalsdeildarliðins Alingsås. Mynd /Alingsås
- Auglýsing -

„Ég held að þessi sigur hafi verið frekar óvæntur fyrir flesta,“ sagði Aron Dagur Pálsson, leikmaður sænska liðsins Alingsås við handbolta.is eftir að liðið vann hið þýska SC Magdeburg, 30:29, á heimavelli í C-riðli Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld en þetta var fyrsti tapleikur SC Magdeburg í keppninni.

Gísli Þorgeir meiddur

Aron Dagur skoraði þrjú mörk í leiknum og átti auk fjórar stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon lék afar vel fyrir SC Magdeburg og skoraði níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom ekki með Magdeburg-liðinu til Svíþjóðar. Hann meddist í leik Magdeburg og CSKA Moskvu fyrir viku. „Ég verð klár í næsta leik gegn Leipzig,“ sagði Gísli Þorgeir í skilaboðum til handbolta.is í kvöld.

Spennandi lokakafli

Alingsås var lengst af með frumkvæðið í leiknum að þessu sinni. Þýska liðið var þó aldrei langt undan og komst yfir um skeið þegar sjö til átta mínútur voru til leiksloka. „Lokakaflinn var mjög spennandi en við náðum að skora sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins. Þannig að það var mjög skemmtilegt að vinna leikinnn,“ sagði Aron Dagur sem hefur leikið vel með sænska liðinu á leiktíðinni. Liðið hefur nú fjögur stig eftir þrjá leiki í riðlinum eins og SC Magdeburg.


Önnur úrslit í C-riðli:
CSKA – Nexe 29:18
Montpellier – Besiktas 40:16
Staðan: Montpellier 4(2), SC Magdeburg 4(3), Alingsås 4(3), CSKA 2(2), Nexe 2(3), Besiktas 0(3).

B-riðill:
Kristianstad – Sporting 27:32
Teitur Örn Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guðmundsson 1.
Füchse Berlin – Presov 35:27
Din.Búkarest – Nimes 29:27
Staðan: F. Berlin 4(2), Sporting 4(2), Kristianstad 4(4), Nimes 2(3), Din. Búkarest 2(3), Presov 0(2).

D-riðill:
Rhein-Neckar Löwen – Pelister 28:20
Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki mark fyrir RNL. Alexander Petersson lék ekki með vegna meiðsla.
Tveimur leikjum var frestað.
Staðan: RN-Löwen 4(2), Kadetten 3(2), Trimo Trebnje 2(1), GOG 2(3), Pelister 1(3), Tatabanya 0(1).

A-riðill:
Toulouse – Ademar 28:28
Tveimur leikjum var frestað.
Staðan: Wisla Plock 4(2), Ademar 4(3), Toulouse 4(4), Medvedi 2(2), Aon Fivers 2(3), Metalurg 0(2).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -