- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvæntur sigur hjá Oddi gegn Ómari Inga og félögum

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -

Oddur Gretarssonn og félagar í Balingen-Weilstetten unnu óvæntan og um leið verðmætan sigur í þýsku 1. deildinni í handknattleik í heimsókn sinni til Magdeburg í kvöld, 28:26. Balingen hefur verið í hópi neðstu liða deildarinnar allt tímabilið á sama tíma og Magdeburg hefur verið að klóra í toppliðin tvö, Flensburg og Kiel. Stigin koma sér sérstaklega vel fyrir Odd og samherja sem þar með eru komnir sex stigum frá fallsæti þegar komið er inn á síðasta þriðjung deildarkeppninnar.


Magdeburg var marki yfir í hálfleik, 13:12. Hamur rann á leikmenn Balingen snemma í síðari hálfleik. Þeir töku völdin á vellinum og náðu um skeið sex marka forskoti áður en Ómari Inga Magnússyni og félögum tókst að minnka muninn í tvö mörk áður en leiktíminn var á enda runninn.


Ómar Ingi og Oddur voru markahæstu leikmenn sinna liða. Ómar Ingi skoraði sjö mörk, þar af fjögur úr vítaköstum. Oddur skoraði sex sinnum, þar af í fjögur skipti af vítalínunni.


Guðmundur Þórður Guðmundsson og lærisveinar hans í MT Melsungen unnu góðan sigur á Leipzig á útivelli, 33:29, eftir að jafnt var í hálfleik, 13:13. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Melsungen.


Viggó Kristjánsson skoraði sjö mörk, þar af þrjú úr vítakasti, þegar liðið gerði jafntefli í heimsókn sinni til GWD Minden, 27:27. Ungstirnið, Juri Knorr, jafnaði metin fyrir heimaliðið þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiktímanum. Viggó og félagar voru fjórum mörkum undir í hálfleik, 14:10.


Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt á heimavelli fyrir Füchse Berlin, 27:24, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki að þessu sinni fyrir Löwen en var fastur fyrir í vörninni og mátti súpa seyðið af því með einum tveggja mínútna brottrekstri.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -