- Auglýsing -
- Auglýsing -

Parrondo hættir með egypska landsliðið

Roberto Parrondo t.h. ræðir við leikmenn sína í kappleik á HM á dögunum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spænski handknattleiksþjálfarinn Roberto Parrondo heldur ekki áfram þjálfun egypska karlalandsliðsins í handknattleik þegar samningur hans við egypskra handknattleikssambandið rennur út á næstunni. Framkvæmdastjóri sambandsins, Amr Salah, staðfesti þetta í gær.


Parrondo hefur þjálfað landslið Egyptalands í fjögur ár og náð afar góðum árangri. Liðið hafnaði í fjórða sæti á Ólympíuleikunum 2021 í Japan og í sjöunda sæti HM 2021 og 2023 auk þess að vinna Afríkukeppni landsliðs 2020 og á síðasta ári.


Parrondo tók við þjálfun MT Melsungen haustið 2021 af Guðmundi Þórði Guðmundssyni. Parrondo skrifaði undir nýjan samning við Melsungen skömmu fyrir HM.

Spænski þjálfarinn vakti mikla athygli vorið 2019 þegar hann stýrði Vardar óvænt til sigurs í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki í síðasta leik sínum hjá félaginu.


Egypska handknattleikssambandið vildi ráða Parrondo í fullt starf. Hann var ekki tilbúinn til þess. Af þeim sökum og vegna þess að markmið Egypta um að komast í undanúrslit HM 2023 var ákveðið að bjóða Spánverjanum ekki upp á nýja samning, hefur handball-planet er eftir Salah framkvæmdastjóra handknattleikssambands Egyptalands.

Egypska handknattleikssambandið leitar þjálfara í fullt starf.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -