- Auglýsing -
- Auglýsing -

Piltarnir í U18 ára landsliðinu farnir á EM í Podgorica

U18 ára landslið karla sem tekur þátt í EM. Mótið hefst á fimmtudaginn. Mynd/Andri Sigfússon
- Auglýsing -

Það er í mörg horn að líta hjá yngri landsliðum Íslands í handknattleik þessa dagana. U18 ára landslið kvenna stendur í ströngu á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu og í morgun lagði U18 ára landslið karla af stað til Svartfjallalands. Þar hefst Evrópumót 18 ára landsliða karla á fimmtudaginn og stendur yfir til 14. ágúst.


Sextán bestu landslið Evrópu í þessum aldursflokki koma saman í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, og berjast um Evrópumeistaratitilinn. Íslensku piltarnir verða þar á meðal. Þeir hafa búið sig af kostgæfni undir mótið síðustu vikur og mánuði undir stjórn þjálfaranna Heimis Ríkarðssonar og Einars Jónssonar. Auk æfinga hefur liðið tekur þátt í fimm vináttuleikjum.

Leikir Ísland á EMU18 ára landsliða karla:
4. ágúst: Ísland - Pólland kl. 13.45.
5. ágúst: Ísland - Ungverjaland, kl. 14.
7. ágúst: Ísland - Þýskaland, kl. 12.
Tvö efstu liðin úr hverjum riðli fara í keppni átta efstu og tvö þau neðri leika um níunda til sextánda sætið.
Handbolti.is mun eftir fremsta megni fylgjast með leikjum íslensku piltanna.

Íslenska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Andrés Marel Sigurðsson, ÍBV.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ísak Steinsson, Fold HK.
Kjartan Þór Júlíusson, Fram.
Sæþór Atlason, Selfossi.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Selfossi.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Viðar Ernir Reimarsson, Þór Ak.
Össur Haraldsson, Haukum.

Riðlaskipting:
A-riðill: Þýskaland, Ísland, Ungverjaland, Pólland.
B-riðill: Króatía, Portúgal, Ítalía, Svartfjallaland.
C-riðill: Slóvenía, Danmörk, Noregur, Serbía.
D-riðill: Spánn, Svíþjóð, Frakkland, Færeyjar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -