- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Portúgalar steinlágu í Þrándheimi – úrslit leikja kvöldsins

Paulo Pereira, landsliðsþjálfari Portúgal. Mynd /Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Portúgalska landsliðið í handknattleik, sem verður fyrsti andstæðingur Íslands á HM eftir viku, sótti ekki gull í greipar norska landsliðsins í fyrstu umferð fjögurra liða æfingamóts í Þrándheimi í kvöld. Norðmenn réðu lögum og lofum í leiknum frá upphafi til enda og unnu með 11 marka mun, 38:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:13.


Um miðjan síðari hálfleik var norska liðið með 10 marka forskot, 29:19, og ljóst að portúgalska landsliðið er ekki komið inn á rétt sporið fyrir HM.


Sebastian Barthold skoraði 10 mörk fyrir Noreg og geigaði ekki á skoti. Pedro Portela var atkvæðamestur í portúgalska liðinu með fimm mörk.


Portúgalska landsliðið leikur við bandaríska landsliðið á laugardaginn og við Brasilíumen á sunnudaginn.


Í hinni viðureign mótsins vann landslið Brasilíu liðsmenn bandaríska landsliðsins með fimm marka mun, 27:22. Robert Hedin sem eitt sinn var landsliðsþjálfari Noregs er þjálfari bandaríska landsliðsins.

Fjögurra marka tap hjá Aroni

Aron Kristjánsson og liðsmenn Barein hófu leik á fjögurra liða móti á Alicante á Spáni í dag með viðureign við Argentínumenn. Barein tapað með fjögurra marka mun, 31:27, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 16:12.


Önnur úrslit í leikjum í dag og í kvöld:
Katar – Svartfjallaland 23:23 (10:11).
Pólland – Marokkó 30:23 (17:11).
Slóvenía – Ungverjaland 27:28 (17:13).
Spánn – Rúmenía 42:29 (23:16).
Belgía – Íran 35:31 (19:16).
Danmörk – Sádi Arabía 43:16 (25:5).

Rússland – Hvíta-Rússland 28:23 (13:15).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -