- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ragnarsmótið: Haukar sýndu mátt sinn og megin

Glaðbeittir leikmenn Hauka eftir sigurinn á Ragnarsmótinu í dag. Mynd/UMFselfoss
- Auglýsing -

Haukar fóru með sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í dag. Þeir unnu alla þrjá leiki sína í mótinu. Fram var síðasta liðið til þess að tapa fyrir Haukum í úrslitaleiknum í dag, 27:20.
Eins og tölurnar gefa til kynna var viðureignina lítt spennandi. Haukar skoruðu sex af átta fyrstu mörkum leiksins og gáfu þar með tóninn. Staðan í hálfleik var 17:6. Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik var 14 marka munur, 22:8.


Haukar voru nánast með fullskipað lið á mótinu sem er nær því sama og á Íslandsmótinu síðasta tímabil að því að undanskildu að nýtt markvarðarpar er mætt til leiks, Aron Rafn Eðvarðsson og Stefán Huldar Stefánsson. Þeir skiptu leiknum með sér. Ef draga má einhverjar ályktanir af þessu móti fyrir komandi keppnistímabil þá eru Haukar síst verr staddir með markverði nú en á síðasta tímabili.


Mörk Hauka: Atli Már Báruson 5, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Þráinn Orri Jónsson 4, Darri Aronsson 3, Geir Guðmundsson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Stefán Raf Sigurmansson 2, Tjörvi Þorgeirsson 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1, Andri Fannar Elísson 1, Sigurður Jónsson 1.
Mörk Fram: Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 5, Stefán Darri Þórsson 3, Vilhelm Poulsen 3, Rogvi Dahl Cristiansen 3, Kristófer Dagur Sigurðsson 2, Stefán Arnaldsson 2, Breki Dagsson 1, Kristófer Andri Daðason 1.

Bronsið til Eyja

ÍBV hafði betur gegn Selfossi í viðureigninni um þriðja sætið, 30:25. Eftir jafna stöðu í hálfleik, 16:16, þá tóku Eyjamenn af skarið í upphafi síðari hálfleiks. Þeir náðu fljótlega þriggja til fjögurra marka forskoti sem Selfoss-liðinu tókst aldrei að ógna. Sóknarleikur Selfoss í síðari hálfleik var slakur og sáust þess glögg merki að fjöldi leikmanna sem að öllu jöfnu væru í verulegum hlutverkum voru fjarri sökum meiðsla.


Mörk Selfoss: Alexander Már Egan 7, Ragnar Jóhannsson 7, Einar Sverrisson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Karolis Stropus 1.
Mörk ÍBV: Nökkvi Snær Óðinsson 8, Sveinn Jose Rivera 5, Ásgeir Snær Vignisson 3, Gabriel Martinez Róbertsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Breki Óðinsson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Rúnar Kárason 2, Róbert Sigurðarson 1.

Stjarnan sterkari

Stjarnan vann Aftureldingu, 31:26, í viðureign um fimmta sætið í fyrsta leik dagsins á mótinu. Stjarnan var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Liðið var sterkara í síðari hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson stóð í marki Stjörnunnar í um tíu mínútur í leiknum en hann kom til félagsins í sumar frá Aftureldingu. Hann stóð sig afar vel á þessum tíma. Hann hefur verið að glíma við meiðsli. Pétur Árni Hauksson var ekki með Stjörnunni í leiknum sökum meiðsla.


Afturelding lék með heldur sterkara lið í leiknum við Stjörnuna og Fram en í fyrsta leik mótsins. Enn er þó talsvert um að leikmenn liðsins séu fjarri góðu gamni og má þar nefna Guðmund Árna Ólafsson, Þorstein Leó Gunnarsson, Svein Andra Sveinsson og Birki Benediktsson. Allir glíma þeir við meiðsli að Þorsteini Leó undanskildum sem er með U19 ára landsliðinu á EM í Króatíu þessa dagana.


Mörk Stjörnunnar: Hafþór Már Vignisson 6, Leó Snær Pétursson 6, Þórður Ágústsson 5, Dagur Gautason 3, Starri Friðriksson 3, Tandri Már Konráðsson 3, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Gunnar Jónsson 1, Hjálmar Alfreðsson 1, Hrannar Eyjólfsson 1.
Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyólfsson 8, Hamza Kabouti 8, Bergvin Þór Gíslason 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 1, Birgir Birgisson 1, Stefán Scheving 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -