- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reiknar ekki með að verða með í vetur

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka í leik við FH á síðasta vetri. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Aron Rafn Eðvarðsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður og leikmaður Hauka, segir í samtali við Stöð2/Visir að vart séu líkur á að hann leiki með Haukum á komandi leiktíð. Einnig kunni svo að fara að hann leiki ekki handknattleik á nýjan leik. Aron Rafn fékk högg á höfuð á æfingu í mars.


„Ekki eins og staðan er í dag, nei. Mér finnst ólíklegt að ég spili aftur… Ég veit það ekki. Mig langar ekki að segja þessi orð. En það er stundum þannig að maður þarf að líta á raunveruleikann og sætta sig við hann,” sagði Aron Rafn í samtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð2 sem birt var í gærkvöld og birt á Vísir.is í dag.

Nánast rúmliggjandi í nokkrar vikur

„Fyrstu sex vikurnar [eftir höggið í mars] gat ég varla farið út úr húsi. Ég var bara rúmliggjandi og var með mjög mikla ljósfælni. Þetta var mjög slæmur tími. Síðan er þetta búið að vera stigvaxandi. Ég get núna sinnt vinnu, hugsað um barnið mitt og sinnt þessum helstu heimilisstörfum heima. En það er það mesta sem ég get gert í dag,“ segir Aron sem er raunar rétt byrjaður að geta hjólað á þrekhjóli.


Aron Rafn flutti heim frá Þýskalandi fyrir ári eftir þriggja ára veru í Þýskalandi. Hann hefur verið einn besti markvörður Íslands í rúmlega áratug og orðið Íslands- og bikarmeistari með Haukum og ÍBV til viðbótar við að hafa staðið vaktina í marki íslenska landsliðsins í nærri 100 landsleikjum. Einnig lék Aron Rafn um skeið í Svíþjóð og Danmörku.


Hér má nánar lesa viðtalið við Aron Rafn á Vísi og hlusta frétt Stöðvar 2.


Matas Pranckevicius, 24 ára markvörður frá Litáen, kom til landsins í gær og verður til reynslu hjá Haukum fram á fimmtudag.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -