- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Riddararnir hvítu sýndu styrk sinn í síðari hálfleik

Leikmenn Hvíta riddarans fóru vestur á Seltjarnarnes í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Liðsmenn Hvíta riddarans úr Mosfellsbæ lögðu ungmennalið Gróttu, 28:26, í 2. deild karla í handknattleik í kvöld. Liðin reyndu með sér í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Hvort lið hefur þar með krækti í fjögur stig. Hvíti riddarinn í þremur leikjum en Gróttumenn í fjórum og sitja liðin í þriðja og fjórða sæti. Ungmennalið Selfoss og ÍH eru tveimur stigum ofar.


Gróttupiltar voru sterkari framan af í kvöld. Þeir voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15. Reynslan í leikmönnum Hvíta riddarans sagði til sín í síðari hálfleik. Þeir sneru jafnt og þétt við taflinu í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur.

Gunnar Hrafn Pálsson, bróðir Arons Dags Pálssonar leikmanns Vals, fór á kostum hjá Gróttu. Hann skoraði 12 mörk. Gunnar Hrafn lék með Gróttu fyrir nokkrum árum og reyndi einnig fyrir sér hjá Stjörnunni. Hann sneri sér síðan að fótbolta af auknum þunga en virðist ekki hafa nokkru gleymt í handboltanum.

Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 12, Ari Pétur Eiríksson 4, Gísli Örn Alfreðsson 3, Patrekur Sanko 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 1, Filip Andonov 1, Kári Benediktsson 1, Kári Kvaran 1, Ólafur Tryggvi Guðmundsson 1.
Varin skot: Viðar Sigurjón Helgason 6, Þórður Magnús Árnason 5.

Mörk Hvíta riddarans: Haraldur Björn Hjörleifsson 9, Ágúst Björgvinsson 6, Bjarki Lárusson 5, Gestur Ólafur Ingvarsson 3, Óðinn Ingi Þórarinsson 2, Alex Adam Gunnlaugsson 1, Davíð Hlíðdal Svansson 1, Karl Kristján Bender 1.
Varin skot: Björgvin Franz Björgvinsson 6, Smári Guðfinnsson 3.

Staðan og næstu leikir í 2. deild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -