- Auglýsing -
- Auglýsing -

Risasigur hjá Arnóri og lærisveinum

Arnór Atlason stýrir liði Aalborg í fyrsta úrslitaleiknum um danska meistaratitilinn í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik er aðstoðarþjálfari, vann heldur betur sterkan sigur á útivelli á ungverska stórliðinu Veszprém í kvöld í Meistaradeild Evrópu, 32:30. Þetta er fyrsti ósigur ungverska liðsins í Meistaradeildinni á þessari leiktíð til viðbótar við að liðið tapar ekki leikjum á heimavelli á hverjum degi.

Aalborg-liðinu tókst að velgja leikmönnum Veszprém hressilega undir uggum í fyrri viðureigninni í Meistaradeildinni á dögunum en liðin eru í B-riðli keppninnar. Álaborgarliðið gaf þá eftir á endasprettinum. Sú var ekki raunin í kvöld. Staðan í hálfleik var 19:16, Aalborg Håndbold í vil.

Buster Juul-Lassen skoraði átta mörk fyrir Aalborg Håndbold og gamla brýnið Henrik Møllgaard var næstur með sjö. Petar Nenadic og Vuko Boozan skoruðu sex mörk hvor fyrir Veszprém.

Staðan í B-riðli: Barcelona 12(6), Veszprém 11(7), Aalborg 10(8), Kiel 7(6), Motor 4(5), Nantes 2(4), Celje 2(6), Zagreb 0(6).

Senn hefst viðureign Celje og Nantes í B-riðli og Vive Kielce og Vardar í A-riðli. Sagt verður frá úrslitum þeirra leikja síðar í kvöld á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -