- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Róm var ekki byggð á einni nóttu

Hvítklæddir leikmenn Púertó Ríkó fengu skell í viðureign sinni við Hollendinga á HM á Spáni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, er himinsæll með hvernig til tókst með heimsmeistaramót kvenna í handknattleik sem lauk á Spáni í gær. Hann segir að mikilvægt hafi verið að fjölga þátttökuliðum mótsins en það taki sinn tíma að byggja íþróttina upp víða um heiminn og nauðsynlegt að sýna þolinmæði. Róm hafi ekki verið byggð á einni nóttu.

Mjög hefur verið gagnrýnt að samfara fjölgun þátttökuþjóða úr 24 í 32 hafi mörg slök landslið fengið keppnisrétt. Það hafi leitt til þess að himinn og haf skilji að besti og lökustu þjóðir mótsins og 30 til 40 marka sigrar hafi verið alltof margir að þessu sinni.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að handknattleikur sé stundaður sem víðast í heiminum og í öllum heimsálfum. Þess vegna varð að fjölga þeim keppnisþjóðum sem koma frá löndum utan Evrópu sem taka þátt í HM.

Árangurinn verður ekki til yfir nótt. Hann skilar sér með vinnu á lengri tíma. Þolinmæði og vinna er mikilvæg,“ segir Hassan Moustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -