- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar lét til sín taka – Viktor Gísli og félagar gripu gæsina

Rúnar Kárason gengur til liðs við ÍBV í sumar. Mynd/Ribe Esbjerg, Andersen.dk
- Auglýsing -

Rúnar Kárason átti framúrskarandi leik í dag þegar Ribe-Esbjerg vann óvæntan sigur á Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold, 31:29, í Álaborg í 16. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. Tíu sætum munaði á liðunum fyrir leikinn í dag þar sem Álaborgarliðið var í toppsætinu en með tapinu mátti liðið sjá á bak sætinu til leikmanna GOG sem gripu gæsina og settust í efsta sætið.

Rúnar skoraði níu mörk í 15 skotum og var markahæstur hjá Ribe-Esbjerg. Þess utan átti hann tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Gunnar Steinn Jónsson stjórnaði leik liðsins auk þess að skora þrjú mörk í fimm skotum og eiga þrjár stoðsendingar. Þriðji Íslendingurinn, Daníel Þór Ingason, var aðsópsmikill í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelli. Daníel Þór átti eina línusendingu og eitt markskot sem geigaði.

Tókst loksins að loka dæminu

„Það má segja að allt hafi gengið upp hjá okkur í dag. Vörnin góð og markvarslan einnig og svo vorum við skytturnar heitar,“ sagði Rúnar við handbolta.is eftir leikinn. „Gunnar Steinn skoraði líka mjög mikilvæg mörk og okkur tókst að loka dæminu, nokkuð sem okkur hefur vantað í nokkrum leikjum á tímabilinu,“ sagði Rúnar ennfremur. Ítarlegt viðtal var við Rúnar á handbolti.is í gær sem er hægt að nálgast hér.

Góður leikur hjá Viktori Gísla

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í GOG létu tækifærið sem gafst til þess að komast í efsta sæti deildarinnar ekki sér úr greipum ganga. Þeir unnu Århus Håndbold. 31:25, á útivelli í dag. Viktor Gísli stóð allan leikinn í marki GOG og varði 11 skot, þar af eitt vítakast. Samtals gerði það 32% hlutfallsmarkvörslu.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
GOG 26(14), Aalborg 25(16), Holstebro 22(15), Bjerringbro/Silkeborg 21(16), Skjern 19(16), Kolding 17(16). SönderjyskE 17(15), Fredericia 14(15), Skanderborg 14(16), Mors Thy 13(16), Århus 12(16), Ribe-Esbjerg 11(16), Ringsted 5(12), Lemvig 2(16).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -