- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rúnar og Viggó gera það ekki endasleppt með Leipzig

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Leipzig. Mynd/Klaus Trotter
- Auglýsing -

Rúnar Sigtryggsson og leikmenn hans í þýska liðinu SC DHfK Leipzig gera það ekki endasleppt í þýsku 1. deildinni í handknattleik þessa dagana. Um síðustu helgi unnu þeir meistaralið SC Magdeburg og í dag lögðu þeir THW Kiel með þriggja marka mun á heimavelli Kiel, 34:31, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í háfleik. Þetta var aðeins fjórða tap Kiel í deildinni á leiktíðinni.

Viggó Kristjánsson t.v. ásamt Sigvalda Birni Guðjónssyni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Viggó Kristjánsson fór hamförum með SC DHfK Leipzig, skoraði sjö mörk gaf sex stoðsendingar, og kemur á blússandi ferð inn í landsliðið sem kemur saman í Tékklandi á morgun. Þrjú marka sinna skoraði Viggó úr vítaköstum.


Norski landsliðsmarkvörðurinn Kristian Sæverås fór á kostum lengst af í marki Leipzig og varði 14 skot, 35%.

18 stig af 22

Leizpig hefur verið á gríðarlegri siglingu síðan Rúnar tók við þjálfuninni í byrjun nóvember. Liðið hefur fengið 18 af 22 stigum mögulegum síðan er nú komið upp í sjöunda sæti með 22 stig eftir 21 leik.


Leikmenn Leipzig réðu lögum og lofum lengst af gegn Kiel. Þeir voru með fimm marka forskot í hálfleik, 16:11, og héldu góðu forskoti fram eftir þeim síðari þangað til liðsmenn Kiel vöknuðu upp við vondan draum og tókst að minnka muninn niður í tvö mörk í nokkur skipti, síðan, 30:28.


Sander Sagosen skoraði átta mörk fyrir Kiel og var markahæstur.

Teitur og félagar áfram í 5. sæti

Teitur Örn Einarsson og samherjar í Flensburg sitja áfram í fimmta sæti þýsku 1. deildarinnar. Þeir unnu HSV Hamburg á heimavelli í dag, 34:32. Teitur Örn skoraði ekki mark í leiknum. Dansk/þýski handknattleiksmaðurinn Hans Aaron Mensing lék á als oddi og skoraði 12 mörk fyrir Flensburg-liðið.


Hannover-Burgdorf er áfram í sjötta sæti deildarinnar með 25 stig eftir sigur á neðsta liði þýsku 1. deildarinnar, ASV Hamm-Westfalen, 30:26. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.


HC Erlangen og Lemgo skildu jöfn, 31:31, í Nürnberg. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.


Gísli Þorgeir heldur áfram að fara á kostum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -