- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rut lék við hvern sinn fingur gegn uppeldisfélaginu

Leikmenn KA/Þór fagna í einu leikjum tímabilsins. Þær mæta ÍBV í oddaleik á laugardaginn. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Rut Arnfjörð Jónsdóttir kunnu vel við sig í Kórnum í Kópavogi í kvöld og lék við hvern sinn fingur með KA/Þór loksins þegar liðið komst í bæinn og gat leikið á móti uppeldisfélagi hennar, HK, í Olísdeildinni. Rut skoraði níu mörk og skapaði þar á ofan ekki færri en sex mörk til viðbótar með útsjónarsemi sinni og afburða leikskilningi. Þessi frammistaða lagði m.a. grunninn að öruggum sigri KA/Þórs, 29:23, sem tryggði liðinu efsta sæti Olísdeildarinnar á nýjan leik þegar tvær umferðir eru eftir óleiknar.


Sigurinn var mikið öruggari en tölurnar gefa til til kynna. Eftir nánast einstefnu í 45 mínútur, þegar staðan var 24:13, slökuðu leikmenn KA/Þórs talsvert á klónni síðasta korterið með þeim afleiðingum að HK tókst að klóra aðeins í bakkann.

Staðan var 15:6 í hálfleik en rétt fyrir miðjan fyrri hálfleik hafði HK-liðið aðeins skorað tvö mörk. Engu var líkara frá upphafi en að frá fyrstu mínútu hafi leikmenn HK ekki haft minnstu trú á að þeir gætu veitt liði KA/Þórs einhverja keppni. Fyrri hálfleikur var alveg hreint voðalega dapurlegur af hálfu HK.


HK tókst aðeins að klóra í bakkann undir lokin en í raun þá skildi nánast himinn og haf liðin að stórum hluta leiksins.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði 8 mörk gegn HK í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Auk Rutar þá lék Aldís Ásta Heimisdóttir vel og skoraði að vild. Eins var Hulda Bryndís Tryggvadóttir öflug á miðjunni. Hún hlaut höfuðhögg á áttundu mínútu síðari hálfleiks og kom ekkert meira við sögu. Ásdís Guðmundsson átti góða spretti en hefði á tíðum getað nýtt færi sín betur. Arna Þyrí Halldórsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir stóðu svo sannarlega fyrir sínu. Markvörðurinn Matea Lonac var traust í fyrri hálfleik en átti erfiðara uppdráttar í síðari hálfleik.


Mörk HK:
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 6/4, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 2/2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Hafdís Shizuka Iura 2, Karen Kristinsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1.
Varin skot: Alexandra Von A. Gunnarsdóttir 4/1, 40% – Selma Þóra Jóhannsdóttir 3, 11,5%.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 9/5, Aldís Ásta Heimisdóttir 8, Ásdís Guðmundsdóttir 5/1, Rakel Sara Elvarsdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Anna Marý Jónsdóttir 1, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 11, 33,3% – Sunna Guðrún Péturdóttir 1, 50%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -