- Auglýsing -

Rútan fauk útaf á leiðinni til Selfoss

Andri Snær Stefánsson og liðsmenn KA/Þórs lenntu í vandræðum á leiðinni á Selfoss í gær. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Rúta sem flutti lið KA/Þórs frá Akureyri til Selfoss í gær fauk út af veginum þegar skammt var eftir af ferðinni til Selfoss en sagt er frá þessu á Akureyri.net.


Rútan hafnaði hálf út í snjóskafli og stóð þar föst þangað til aðstoð barst. Engan sem var í rútunni sakaði sem betur fer.

„Þetta hefði getað farið verr en við vorum pikkföst í snjóskafli rétt fyrir utan Selfoss,“ hefur Akureyri.net m.a. eftir Andra Snæ Stefánssyni þjálfara KA/Þórs sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.


Rútan var dregin upp á veg og gat þar með haldið áfram leið sinni á Selfoss þar sem KA/Þórsliðið mætti Selfossi í Olísdeildinni og vann með fjögurra marka mun, 32:28, eins og sagt var frá á handbolta.is í gærkvöld.


Frétt Akureyri.net.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -