- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sætaskipti og Framsigur – úrslit og staðan

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennalið HK vann Fjölni/Fylki með tveggja marka mun, 31:29, í 6. umferð Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld. Þar með höfðu liðin sætaskipti í sjöunda og áttunda sæti en fyrir neðan er ugmennalið Vals án stiga.


HK U og Fjölnir/Fylkir hafa fjögur stig hvort eins og Víkingur sem tapaði með fimm marka mun fyrir ungmennaliði Fram í Úlfarsárdal í dag, 37:32.


HK var með talsvert forskot allan leikinn gegn Fjölni/Fylki í Kórnum í kvöld nema rétt undir lokin þegar Fjölnis/Fylkisliðið náði að minnka muninn í eitt mark, 30:29. Í hálfleik var fimm mark munur á liðunum, 18:13, HK í hag.


Í miklum markaleik í íþróttahúsi Fram í Úlfarsárdal var heimaliðið með yfirhöndina frá upphafi, m.a. 21:18, að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik fór munurinn allt upp í sjö mörk.


HK U – Fjölnir/Fylkir 31:29 (18:13).
Mörk HK U.: Amelía Laufey Gunnarsdóttir 10, Anna Valdís Garðarsdóttir 7, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 5, Jóhanna Lind Jónasdóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Elfa Björg Óskarsdóttir 1, Stella Jónsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 11.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 11, Sara Björg Davíðsdóttir 4, Kristjana Marta Marteinsdóttir 3, Hildur María Leifsdóttir 3, Ada Kozicka 3, Elsa Karen Sæmundsen 2, Azra Cosic 1, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 1.
Varin skot: Harpa Rún Friðriksdóttir 10, Þyrí Erla Sigurðardóttir 2.


Fram U – Víkingur 37:32 (21:18).
Mörk Fram U.: Harpa María Friðgeirsdóttir 9, Valgerður Arnalds 9, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 7, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Eydís Pálmadóttir 1, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 10.
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 12, Guðrún Jenný Sigurðardóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 5, Díana Ágústsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 7, Sara Xiao Reykdal 6.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

ÍR5410140 – 989
Grótta6402171 – 1478
Afturelding5311143 – 1187
FH5302126 – 1266
Fram U5302147 – 1416
Víkingur6204167 – 1724
HK U6204156 – 1974
Fjölnir/Fylkir5203122 – 1354
Valur U5005110 – 1480
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -