- Auglýsing -
- Auglýsing -

Saga Sif kemur inn í hópinn

Íslenska landsliðið mætir gríska landsliðinu í forkeppni HM í Skopje í kvöld. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Grikklandi í kvöld í forkeppni HM sem fram fer í Skopje. Viðureignin hefst klukkan 18 og verður streymi frá henni á handbolti.is.

Ein breyting er á hópnum sem tekur þátt í leiknum í kvöld frá viðureigninni við Norður-Makedóníu í gær. Saga Sif Gísladóttir, markvörður, kemur inn í hópinn. Steinunn Björnsdóttir er úr leik vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir í gær. Saga Sif er nýliði.

Grikkland er án stiga eftir eina umferð, eins og íslenska landsliðið. Grikkir töpuðu í gær fyrir Litháen, 27:26, í jöfnum leik þar sem sigurmarkið var skorað á síðustu andartökum viðureignarinnar.

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (26/0)
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (3/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (3/1)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (59/119)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (37/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (1/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (38/79)
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (35/66)
Lovísa Thompson, Val (20/31)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (27/30)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (95/194)
Sigríður Hauksdóttir, HK (17/35)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (57/43)
Thea Imani Sturludóttir, Val (41/55)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (1/0)

Leikur Íslands og Grikklands hefst klukkan 18 og verður í streymi á handbolti.is eins og leikur Norður-Makedóníu og Íslands í gær. Streymið verður sett upp rétt áður en flautað verður til leiks.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -