- Auglýsing -
- Auglýsing -

Samstarf HSÍ, Olís og Sýnar framlengt til þriggja ára

Ljósmynd/HSÍ

HSÍ, Olís og Sýn hafa framlengt samstarf sitt til næstu þriggja ára. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, og Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, skrifuðu samninga þess efnis í dag.

Samstarf HSÍ, Olís og Sýnar hófst fyrir sumarið 2017 og mun núverandi samningur gilda út tímabilið 2022/2023.

„Ég er afskaplega stoltur af því að við semjum áfram við Sýn og Olís um áframhaldandi samstarf varðandi handboltann. Við erum búnir að vera í samstarfi í nokkur ár sem hefur gengið mjög vel og það hefur verið mikill uppgangur í handboltanum og þeirri umfjöllun sem þar hefur verið með útsendingunum hjá Sýn og með Olís sem bakhjarl. Við eigum fyllilega von á því að svo verði áfram og að við setjum handboltann á hærri skör en verið hefur með þessu samstarfi,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í fréttatilkynningu frá HSÍ.

Jafnframt voru sýndir nýir bikarar sem Íslandsmeistarar Olís deilda karla og kvenna keppa um í vor. Bikararnir eru gjöf Olís til HSÍ og eru þeir eins fyrir karla- og kvennaflokk.

Nýir verðlaunagripir fyrir Olísdeild karla og kvenna gefnir af Olís. Mynd/HSÍ.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -