- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra fór upp í fimmta sæti

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir og samherjar hennar í TuS Metzingen unnu stórsigur á HSG Bad Wildungen Vipers á útivelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 42:28. Með sigrinum færðist TuS Metzingen upp um eitt sæti, kom sér fyrir í fimmta sæti.


Yfirburðir TuS Metzingen voru miklir í leiknum og segja má að ljóst hafi verið eftir fyrri hálfleik hvort liðið færi með sigur.
Sandra skoraði tvö mörk úr tveimur skotum og átti fjórar stoðsendingar. Hún stjórnaði sóknarleiknum hluta leiksins og fórst vel úr hendi eins og henni er von og vísa. Hvorugt markanna skoraði Sandra úr vítaköstum.


Sem fyrr segir er TuS Metzingen komið upp í fimmta sæti deildarinanr með 16 stig eftir 13 leiki. Liðið á leik inni á flest önnur. Bietigheim er efst með 26 stig að loknum 13 lelikjum.


BSV Sachsen Zwickau, sem Díana Dögg Magnúsdóttir leikur með, færðist upp í 10. sæti úr því ellefta í dag þrátt fyrir liðið léki ekki. HSG Bad Wildungen Vipers sem er jafnt Zwickau að stigum stendur orðið verr að vígi innbyrðis eftir skellinn í dag.

Zwickau mætir HSG Bad Wildungen Vipers eftir viku.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -