- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarni og félagar unnu efsta liðið – tap hjá Tryggva

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend
- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í IFK Skövde unnu efsta lið sænsku úrvalsdeildarinnar, IFK Kristianstad með eins marks mun á heimavelli í dag, 27:26. Þetta var aðeins annað tap IFK Kristianstad í 21 leik í deildinni á tímabilinu. Tryggvi Þórisson og félagar í Sävehof, sem sitja í öðru sæti, töpuðu fyrir Hammarby í Stokkhólmi í dag, 27:26.


Bjarni Ófeigur skoraði ekki mark í leiknum gegn IFK Kristianstad. Hann átti tvö markskot sem geiguðu og gaf eina stoðsendingu.


Tryggvi skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu í tapleik Sävehof í leiknum við Hammarby sem áður er getið. Sävehof er þremur stigum á eftir Kristianstad sem enn er í efsta sæti úrvalsdeildar.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -