- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra í undanúrslit annað árið í röð

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik átti stórleik með TuS Metzingen í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í þýsku bikarkeppninni annað árið í röð. TuS Metzingen lagði 2. deildarliðið Solingen-Gräfrath, 35:23, í Solingen eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11.


Sandra var allt í öllu í sóknarleik TuS Metzingen. Hún skoraði fimm mörk í sex skotum og átti fimm stoðsendingar. Tvö marka sinna skoraði Eyjamærin úr vítaköstum og brást ekki bogalistin.

Eins og áður segir þá er TuS Metzingen annað árið í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar. Úrslitahelgin, með undanúrslitaleikjum og úrslitaleik fer fram 9. og 10. mars í Porsche-Arena í Stuttgart.

Liðin fjögur í undanúrslitum

Auk TuS Metzingen komust bikarmeistarar Bietigheim, Oldenburg og Thüringer HC í undanúrslit keppninnar í kvöld. HSG Bensheim/Auerbach, sem lék til úrslita í vor, heltist úr lestinni í kvöld eftir naumt tap fyrir Thüringer HC, 35:33, í hörkuleik í Þýringalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -