- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra með níu mörk – slök markvarsla felldi liðið

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Aalborg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -

Slök markvarsla varð liði Söndru Erlingsdóttur að falli í dag þegar það sótti lið Roskilde heim í upphafsumferð dönsku B-deildarinnar í handknattleik. Lokatölur 33:28 fyrir Hróarskelduliðið.


Sandra stóð fyrir sínu. Hún stjórnaði leik liðsins af röggsemi auk þess að skora níu mörk og vera markahæsti leikmaður liðsins. Fjögur marka sinna skoraði Sandra úr vítaköstum. Þá lét hún einnig til sín taka í vörninni. Það var hinsvegar markvarslan sem brást liðinu. Markverðir liðsins voru alveg miður sín og tókst aðeins að verja fimm skot. Slík markvarsla dugar skammt.


Næsti leikur EH Aalborg verður á heimavelli eftir viku gegn Hadsten.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -