- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sannfærandi hjá FH-ingum í Úlfarsárdal

Einar Bragi Aðalsteinsson sækir að Stefáni Orra Arnalds leikmanni Fram. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar sitja einir í öðru sæti Olísdeildar karla í handknattleik með 21 stig eftir 15 leiki að loknum tveggja marka sigri á Fram, 28:26, í Úlfarárdal í kvöld. FH er átta stigum á eftir Val sem er sem fyrr efstir en tveimur stigum á undan Aftureldingu. Framarar sitja í fimmta sæti með 17 stig.


FH-ingar voru lengst af með yfirhöndina í viðureigninni við Fram í kvöld eða allt frá því að Fram var yfir, 9:8, eftir 16 mínútna leik. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11.


Einar Bragi Aðalsteinsson lék afar vel fyrir FH-liðið að þessu sinni. Hann skoraði m.a. 10 mörk og geigaði ekki á skoti. Frábær frammistaða. Einnig var Phil Döhler öflugur í markinu með 16 skot þegar upp var staðið.

Reynir Þór Stefánsson sækir að vörn FH. Mynd/J.L.Long


Fram tókst að minnka muninn niður í tvö mörk nokkrum sinnum í síðari hálfleik. Nær komust leikmenn ekki. FH gaf ekki of mikil færi á sér.


Mörk Fram: Marko Coric 7, Reynir Þór Stefánsson 5, Stefán Orri Arnalds 3, Kjartan Þór Júlíusson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Luka Vukicevic 2, Arnór Máni Daðason 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Stefán Darri Þórsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, Arnór Máni Daðason 2.

Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 10, Birgir Már Birgisson 6, Ásbjörn Friðriksson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Phil Döhler 16.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -