- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Sif úr leik vegna höfuðhöggs

Sara Sif Helgadóttir markvörður Vals. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Einn besti markvörður Olísdeildar kvenna á keppnistímabilinu, Sara Sif Helgadóttir, hefur ekki leikið með Val í Olísdeild kvenna í síðustu tveimur leikjum. Að sögn Ágústs Þórs Jóhannssonar, þjálfara Vals, ríkir ekki bjartsýni um að Sara Sif taki þátt í leikjum á næstunni. Hún er enn eitt fórnarlamb höfuðhögga í handknattleik.


Sara Sif fékk boltann í höfuðuð á 24. mínútu í viðureign við ÍBV í Origohöllinni 19. mars. Síðan hefur hún verið frá keppni.


„Sara Sif hefur verið besti markvörður deildarinnar í vetur og þar af leiðandi er það áfall að hún skuli vera úr og leik og verða frá keppni og æfingum um ótiltekinn tíma,“ sagði Ágúst Þór í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir sigur Vals á Haukum, 28:26, í síðasta leik 19. umferðar.


Signý Pála Pálsdóttir, annar markvörður ungmennaliðs Vals hefur verið Sögu Sif Gísladóttur til halds og trausts í síðustu tveimur leikjum.


Sara Sif kom til Vals fyrir leiktíðina frá Fram og vann sér sæti í íslenska landsliðinu í undanförnum verkefnum. Hún er með 37,3% hlutfallsmarkvörslu í Olísdeildinni samkvæmt samantekt HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -