- Auglýsing -
- Auglýsing -

Segir Bjarka Má vera einn af kubbunum í púsli Aalborg

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Joachim Boldsen, fyrrverandi landsliðsmaður Dana og nú einn af handboltaspekingum landsins, telur að landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sé eitt þeirra púsla sem forráðamenn danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold eigi að horfa til eða séu að horfa til nú þegar þeir hyggjast byggja upp stjörnulið í kringum komu Mikkel Hansen til félagsins sumarið 2022.


Boldsen telur fullvíst að stjórnendur Aalborg muni ekki láta sér nægja að krækja í Hansen, Mads Mensah og norska hornamanninn Kristian Bjørnsen. Boldsen segir að fleiri púsl vanti í myndina. Þar á meðal telur hann Bjarka Má vera eitt þeirra. Bjarki Már framlengdi á dögunum samning sinn við þýska liðið Lemgo fram til ársins 2022.


Bjarki Már Elísson, markvörðurinn Niklas Landin, línumaðurinn Jesper Nielsen, Max Darj, og Magnus Abelvik Rød eru leikmenn sem Boldsen segir að hljóti að vera á lista þeirra sem stýra uppbyggingu Aalborg Håndbold á stórliði sem eigi að vera á meðal fjögurra bestu félagsliða Evrópu. Nielsen og Darj hafa á síðustu dögum verið sterklega orðaðir við Álaborgarliðið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -