- Auglýsing -
- Auglýsing -

Segir Ómar Inga vera þann besta

Ómar Ingi Magnússon varð markakóngur og besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar 2021. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

„Að mínu áliti er Ómar Ingi Magnússon besti leikmaður deildarinnar,“ sagði hinn þekkti þýski handknattleiksmaður Stefan Kretzschmar í sjónvarpsviðtali fyrir viðureign SC Magdeburg og Füchse Berlin í þýsku 1. deildinni í gær. Kretzschmar vinnur hjá Berlínarliðinu en hefur á síðari árum einnig starfað sem álitsgjafi í handknattleik í þýsku sjónvarpi.


Kretzschmar lék árum saman með þýska landsliðinu og Magdeburg á velgengnisárum liðsins í upphafi aldarinnar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og með Ólafi Stefánssyni og Sigfúsi Sigurðssyni.


„Magdeburg er með besta lið Þýskalands um þessar mundir. Liðið leikur frábærlega og samleikur liðsins er nær fullkominn með Ómar Inga innanborðs,“ sagði Kretzschmar ennfremur.


Magdeburg vann leikinn með fjögurra marka mun, 33:29, en leikið var á heimavelli Berlínarliðsins, keppnishöllinni sem kennd er við hnefaleikakappann Max Schmeling. Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur einnig stórt hlutverk í liði Magdeburg um þessar mundir.


Ómar Ingi fór á kostum í leiknum eins og í öðrum á leiktíðinni til þessa en Magdeburg er með fullt hús stiga eftir 11 umferðir og fimm stiga forskot í efsta sæti. Í gær skoraði Ómar Ingi níu mörk og átti tvær stoðsendingar. Hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 74 mörk og sá næst hæsti í fjölda stoðsendinga, 46. Aðeins Svíinn Jim Gottfridson tekur Selfyssingnum fram í þeim efnum.


Eins og einhverjir eflaust muna varð Ómar Ingi markakóngur þýsku 1. deildarinnar í vor.

Hér fyrir neðan er fimmtán markahæstu leikmenn þýsku 1. deildarinnar:

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg, 74/35.
Marcel Schiller, Göppingen, 71/32.
Hampus Wanne, Flensburg, 63/31.
Hans Lindberg, F. Berlin 61/35.
Bjarki Már Elísson, Lemgo, 61/22.
Niclas Ekberg, THW Kiel, 58/29.
Tom Skroblien, Lübbecke, 58/18.
Simon Jeppsson, Erlangen, 57/0.
Adam Lönn, Stuttgart, 56/3.
Christoph Steinert, Erlangen, 54/26.
Lenny Rubin, Wetzlar, 54/1.
Debastian Heymann, Göppingen, 52/0.
Kevin Gulliksen, Göppingen, 51/2.
Tomas Urban, GWD Minden, 49/22.
Niclas Weller, HVS Hamburg, 49/14.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -