- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss komst fyrst liða í undanúrslit

Katla María Magnúsdóttir var markahæst hjá Selfoss á Seltjarnarnesi í kvöld. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarkeppni kvenna í handknattleik. Selfoss vann öruggan sigur á HK í Sethöllinni á Selfossi, 36:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 18:13. Kvennalið Selfoss komst síðast í undanúrslit í bikarkeppninni árið 2017.


Á morgun verða tveir leikir í átta liða úrslitum keppninnar. Þriðja og síðasta viðureignin fer fram á fimmtudagskvöld eins og kemur nánar fram hér fyrir neðan markaskorar leiksins á Selfossi.

Undanúrslitaleikirnir fara fram 16. mars.


HK skoraði fjögur af fyrstu sex mörkum leiksins. Eftir það tók Selfossliðið við og skoraði sex mörk gegn einu. Eftir það gaf heimaliðið ekkert eftir og hélt HK-ingum í öruggri fjarlægð svo aldrei myndaðist spenna í leiknum. Selfossliðið skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks og náði níu marka forskoti. Þar með má segja að nokkuð ljóst hafi verið orðið hvort liðanna færi með sigur úr býtum.


Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 14/6, Rakel Guðjónsdóttir 7, Arna Kristín Einarsdóttir 5, Roberta Stropé 5, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 13/2.

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 7/2, Sóley Ívarsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3/1 , Alfa Brá Hagalín 3, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 13.

Leikur í 8-liða úrslitum á morgun:
Safamýri: Víkingur – Haukar, 19.30.
Úlfarsárdalur: Fram – Valur, kl. 20.

Leikur á fimmtudaginn:
TM-höllin: Stjarnan – ÍBV, kl. 18.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -