- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sótti tvö nauðsynleg stig norður – myndir

Leikmenn Selfoss dansa sigurdans í KA-heimilinu í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Selfoss sótti tvö nauðsynleg stig í greipar norður til KA-manna í dag í síðasta leik 12. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik. Lokatölur 30:28, en að loknum fyrri hálfleik var þriggja marka munur á liðunum, 15:12, Selfossi í dag. Vilius Rasiamas markvörður Selfossliðsins kunni vel við sig í KA-heimilinu í dag. Hann fór á kostum og varði 17 skot. Reyndist frammistaða hans afar drjúg á metunum þegar upp var staðið því kollegar hans hinum megin vallarins náðu sér ekki á strik.


Selfoss hefur þar með sex stig eins og Víkingar. Sitja liðin í tveimur neðstu sætum Olísdeildar fyrir lokaumferðina sem fram fer þegar halla tekur á næstu viku. Skammt er í Stjörnuna, HK og Gróttu í sætunum fyrir ofan.

Eftir að KA-menn höfðu boðið gesti sína velkomna með því að skora tvö fyrstu mörkin tóku leikmenn Selfoss við keflinu. Þeir náðu yfirhöndinni og héldu henni til loka hálfleiksins.
Aftur byrjuðu leikmenn KA síðari hálfleikinn betur. Þeir jöfnuðu metin en komust ekki lengra. Selfoss náði frumkvæðinu á ný og gáfu það ekki eftir það sem eftir var leiktímans.


Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.


KA – Selfoss 28:30 (12:15).
Mörk KA: Ott Varik 9/4, Einar Rafn Eiðsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Dagur Árni Heimisson 3, Jóhann Geir Sævarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Hugi Elmarsson 1, Ólafur Gústafsson 1, Arnór Ísak Haddsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 5, 27,8% – Bruno Bernat 19%.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 11/7, Sveinn Andri Sveinsson 5, Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Hannes Höskuldsson 4, Gunnar Kári Bragason 3, Sæþór Atlason 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Alvaro Mallols Fernandez 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 17, 37,8%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -