- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann í botnslag

Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi. Mynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -

Kvennalið Selfoss vann langþráðan sigur í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í dag þegar það lagði Víking, 25:23, í viðureign tveggja neðstu liða deildarinnar í Hleðsluhöllinni á Selfoss.


Selfoss-liðið hafði aðeins unnið einn leik í 11 leikjum á tímabilinu þegar kom að viðureigninni við Víking. Eini sigur Selfoss til þessa var gegn Fjölni-Fylki á heimavelli 17. janúar. Hvert skakkafallið hefur rekið annað í ungum leikmannahópi liðsins á leiktíðinni. Leikmenn hafa meiðst og verið frá keppni um lengri og skemmri tíma.


Selfoss var sterkara lengst af leiks í dag og hafði þriggja marka forskot í hálfleik, 13:10, eftir að hafa verið um skeið með fjögurra marka forskot. Eftir því sem fram kemur á Selfoss.net þá skoruðu Víkingar tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks. Selfoss svaraði með fjórum í röð og komst fimm mörkum yfir. Þann mun náðu leikmenn Víkings aldrei að vinna upp.


Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 8, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 6, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Rakel Guðjónsdóttir 2, Ivana Raickovic 2, Agnes Sigurðardóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 6, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 5, Viktoria McDonald 3, Sigurlaug Jónsdóttir 3, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 3, Kara Rún Árnadóttir 1, Steinunn Brynja Sölvadóttir 1, Auður Brynja Sölvadóttir 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -