- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann öðru sinni – oddaleikur á miðvikudag

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Selfoss jafnaði í kvöld metin í rimmunni við ÍR í umspili Olísdeildar kvenna í handknattleik með öruggum sigri, 31:22, í fjórðu viðureign liðanna í Skógarseli. Af þessu leiðir að liðin mætast í oddaleik í Sethöllinni á Selfossi á miðvikudagskvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Sigurliðið í viðureign miðvikudagskvöldsins öðlast keppnisrétt í Olísdeildinni á næstu leiktíð.

Selfoss tók öll völd strax í upphafi í Skógarseli í kvöld. Eftir aðeins átta mínútur var staðan 8:1 fyrir Selfoss. Sterk vörn gestanna reyndist ÍR-liðinu erfið. Áfram voru yfirburðir Selfoss-liðsins miklir út allan fyrri hálfleik.

Sólveig Lára meiddist

ÍR-liðið varð fyrir miklu áfalli á 13. mínútu þegar Sólveig Lára Kjærnested þjálfari og leikmaður meiddist. Eftir nokkra stund var hún borin af leikvelli og flutt með sjúkrabíl. Grunur leikur á að hásin hafi slitnað en það hefur ekki verið staðfest.

Lögðu ekki árar í bát

Í hálfleik var munurinn níu mörk, 17:8. ÍR-ingar mega eiga það að þeir lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir slæma stöðu á leikvelli og áfallið við að sjá þjálfara sinn borinn af leikvelli. Leikmenn ÍR-liðsins lögðu allt í síðari hálfleikinn og komust vel frá honum þótt munurinn væri mikill. Segja má að síðari hálfleikur hafi verið í járnum.

Mjög vel var mætt á leikinn í Skógarseli af stuðningsmönnum beggja liða og var gaman að sjá þann góða áhuga sem er fyrir leikjunum í umspilinu.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5, Matthildur Lilja Jónsdóttir 5, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Vaka Líf Kristinsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 2, Stefanía Ósk Engilbertsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 9, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 2.
Mörk Selfoss: Arna Kristín Einarsdóttir 9, Roberta Stropé 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 4, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Karen Helga Díönudóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 15, Katrín Ósk Magnúsdóttir 2.

Handbolti.is var í Skógarseli og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -