- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann upphafsleikinn örugglega

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Selfoss vann ÍBV í upphafsleik Ragnarsmótsins í handknattleik kvenna á Sethöllinn á Selfossi í kvöld með sex mark mun, 33:27, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:12.


Aldrei var spenna í viðureigninni. Heimaliðið var sjö mörkum yfir þegar síðari hálfleikur var hálfnaður, 27:20.


Nokkra leikmenn vantaði í bæði lið að þessu sinni. Hulda Þrastarsdóttir og Tinna Sigurrós Traustasdóttir voru utan leikmannahóps Selfoss. Sú síðarnefnda hlaut höfuðhögg í leik með U20 ára landsliðinu á HM í Norður Makedóníu fyrr í þessum mánuði.


Hjá ÍBV bólaði ekkert á Marta Wawrzynkowska, markverði, né löndu hennar Karolinu Olszowu. Dröfn Haraldsdóttir stóð í marki ÍBV en hún virðist hafa tekið fram skóna á nýjan leik. Eins lék Birna Berg Haraldsdóttir með ÍBV-liðinu en brátt er liðið ár síðan hún sleit krossband.


Mörk Selfoss: Roberta Stropus 11, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 5, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 3, Inga Sól Björnsdóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2.
Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 8.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Harpa Valey Gylfadóttir 5, Ingibjör Olsen 5, Sunna Jónsdóttir 3, Elísa Elíasdóttir 2, Ásta Björt Júlíusdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 7, Tara Sól Úranusdóttir 2.


Síðari leikur kvöldsins á móti verður á milli Fram og Selfoss og hefst hann klukkan 20. Hægt er að fylgjast með framvindu leiksins á Selfosstv.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -